Norðurslóðaskepnur í Skaftfelli

Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Skaftfelli á Seyðisfirði á föstudag. Annars vegar sumarsýningin The Arctic Creatures Revisited í aðalsalnum, hins vegar verk á verkum Ra Tack á Vesturveggnum.

The Arctic Creatures er heiti samstarfshóps þriggja listamanna, Óskars Jónassonar kvikmyndagerðarmanns og leikstjóra, Hrafnkell Sigurðssonar, myndlistarmanns og Stefáns Jónssonar, leikstjóra og leikara.

Þeir eru æskuvinir og hafa farið reglulega í langar gönguferðir á sumrin, mest um Hornstrandir en einnig um Víknaslóðir. Á þessum gönguferðum hafa þeir viðað að sér áhugaverðum gróðri en líka drasli úr náttúrunni sem þeir síðan nota til að skapa ljósmyndir.

Nefna má að þeir hafa brotið sér hvannarleggi eða tekið gamalt plast og klætt sig í það. Í ljósmyndum þeirra má oft vinna tilvísanir í þekkt verk úr listasögunni. Útkoman er oft afar spaugileg.

Sýningin sendur til 20. ágúst. Verkin voru áður sýnd í Reykjavík og verða á sýningu í Kaupmannahöfn frá júní fram í september.

Ra Tack er belgískur málari og hljóðlistamaður sem býr og starfar á Seyðisfirði en sýningin kallast „Small Works“. Hún er á neðstu hæð Skaftfells, á Vesturveggnum í bistróinu.

Húsnæðið hefur fengið nokkra andlitslyftingu að undanförnu. Hvað innanstokksmuni varðar er stærsta breytingin sú að stigi úr kjallaranum upp í sýningarrýmið hefur verið tekinn þannig fara þarf út til að komast á milli hæða. Á móti verður rýmið fyrir sýningarnar og matsöluna stærra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.