Nesskóli þátttakandi í Grænum frumkvöðlum framtíðar

Nesskóli í Neskaupstað er meðal þriggja þátttökuskóla í verkefninu Grænir frumkvöðlar framtíðar sem lýkur í þessari viku.

Verkefnið hófst í þremur skólum í september og er ljúka í Nesskóla þessa vikuna með tveggja daga nýsköpunarkeppni.

Frá Nesskóla taka þátt 24 nemendur í áttunda bekk undir handleiðslu Viktoríu Gilsdóttur. Síðan í haust hafa þeir fengið fræðslu um meðal annars loftslagsbreytingar, sjálfbærni og nýsköpun.

Í lokaáfanganum, í dag og á morgun, vinna nemendur saman í hópum við að leysa áskorun sem snýr að umhverfis- og loftslagsmálum sem komið hefur upp í heimsóknum þeirra til sjávarútvegsfyrirtækja í Fjarðabyggð.

Nemendurnir búa til einhvers konar frumgerð, meðal annars í samstarfi við FabLag Austurland þar sem Móses Helgi Halldórsson leiðbeinir. Allt efni verkefnisins verður gert aðgengilegt eftir að því lýkur.

Auk Nesskóla taka nemendur úr Árskóla og Grunnskóla Bolungarvíkur þátt í verkefninu. Landskeppni verður milli þeirra í maí og úrslit úr henni tilkynnt 20. maí í tengslum við Nýsköpunarviku.

Grænir frumkvöðlar framtíðar er fræðsluverkefni ætlað fyrir efstu bekki grunnskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði og er verkefnastjórn í höndum Matís. Aðrir þátttakendur eru skólarnir þrír, FabLab smiðjur á hverjum stað, Cambridge University, Climate-KIC og Djúpið Frumkvöðlasetur.

Úr frumkvöðlatíma í Nesskóla. Mynd: Aðsend


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.