Málefni Helgafells endurskoðuð

Djúpavogsbúar hafa þungar áhyggjur af rekstri dvalarheimilisins Helgafells. Var starfsfólki þar sent uppsagnarbréf fyrir síðustu mánaðarmót og jafnvel var í kortunum að rekstur yrði lagður af og vistmenn sendir á Höfn í Hornafirði eða í Egilsstaði. Nú eru hins vegar líkur til að viðunandi lausn verði fundin á næstu dögum. Íbúar á Djúpavogi afhentu heilbrigðisráðherra í gær undirskriftalista með áskorun um að lausn verði fundin hið bráðasta.

health-care.jpg

Greint var frá því í frétt á austurglugginn.is 7. mars að í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á HSA var því sérstaklega beint til heilbrigðisráðuneytisins að taka yrði rekstur Helgafells til endurskoðunar. Bent var á að vistmenn þar væru í raun hjúkrunarsjúklingar sem ekki fengju þá faglegu þjónustu sem þeim bæri. „Aðstaða á Helgafelli og mönnun tekur ekki tillit til þessarar staðreyndar né heldur sú fjárveiting sem HSA fær fyrir rekstrinum. Þetta veldur bæði heimilismönnum og starfsmönnum Helgafells, sem allir eru ófaglærðir, óöryggi og vanlíðan.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, sagði á fundi starfsfólks Helgafells, bæjaryfirvöldum á Djúpavogi og stjórnendum HSA í gær að málið væri til skoðunar og reynt yrði að koma í veg fyrir uppsagnir starfsfólks og að tryggja þjónustu við íbúa Djúpavogs. Fyrri ákvarðanir verði þannig endurskoðaðar.

Fram í janúar 2008 rak sveitarfélagið Helgafell og hafði rekstur alltaf staðið í járnum. Ríkið tók reksturinn svo yfir og varð hann hluti af rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.