Milljarður rís: „Kastljósinu í ár beint að stafrænu ofbeldi gegn konum“

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram 14. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi.  Á Austurlandi verður dansað á fjórum stöðum, Egilstöðum, Djúpavogi, Neskaupstað og Seyðisfirði.

 

Tilgangur viðburðarins er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi um heim allan. Fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. 

Það er óhugnanleg staðreynd að ein af hverjum þremur konum um heim allan verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna. 

„Við mjökumst þó hægt í rétta átt og það verður ljósara með hverju árinu sem líður að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið,“ segir í tilkynningu frá UN Women.

Á Milljarði Rís stígur heimsbyggðin baráttudans gegn ofbeldi með gleði að vopni, dansað verður í yfir 200 borgum víðsvegar um heiminn. 

Dansað verður í eftirfarandi stöðum Herðubreið á Seyðisfirði, í íþróttahúsinu í Neskaupstað, íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps og svo í Menntaskólanum Egilsstöðum.

Í fréttatilkynningunni segir einnig að í ár sé kastljósinu beint að stafrænu ofbeldi. Það er sívaxandi vandamál sem Ísland og önnur lönd hafa verið sein að grípa til aðgerða gegn. 

Þar er bent á nokkrar blákaldar staðreyndir sem

  • Ein af hverjum tíu konum í Evrópusambandinu hefur upplifað kynferðislega áreitni á Netinu
  • Konur á aldrinum 18 – 24 ára eru í sérstökum áhættuhópi gagnvart eltihrellum, kynferðislegri áreitni á Netinu og hljóta í kjölfarið hótanir um líkamlegt ofbeldi
  • Ein af hverjum fimm konum í heiminum býr í landi þar sem mjög ólíklegt er gerandi á Netinu verði sóttur til saka 
  • Tækninýjungar og Netið hafa auðveldað mansal og vændi til muna

 

Milljarður rís í Hörpu. Myndin er aðsend. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.