Mikið fjör á Bræðslunni – Myndir

Uppselt var á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystra fyrir sléttri viku. Þannig hefur það nær ætíð verið síðan hún var fyrst haldin sumarið 2005.

Fyrsta sveit á svið að þessu sinni var Dr. Spock með mikinn hamagang og nokkra gula uppþvottahanska með í för. Kraftmikið rokk sveitarinnar virkaði vel til að koma áhorfendum í stuð.

Dúkkulísurnar voru næstar og spiluðu lög af fyrstu tveimur plötum sínum sem komu út um miðjan níunda áratuginn. Erla Ragnarsdóttir söngkona notaði tækifærin milli laga til að útskýra baráttu ungra stelpna á þeim tíma og upplifun þeirra af veröldinni sem varð kveikjan að mörgum texta þeirra.

Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssyni fylgdu í kjölfar þeirra. Ekki verður annað sagt en þeir hafi hrifið þá sem voru í salnum með sér enda var mikið sungið með þeim, á milli þess sem þeir sögðu fimm aura brandara.

Jónas Sigurðsson með sinni hljómsveit var fjórði á svið. Jónas hafði fyrr í vikunni leikið sólóplötur sínar í heild á fernum tónleikum á Borgarfirði en notaði tækifærið þarna til að spila nokkur af sínum þekktustu lögum.

Ungstirnin GDRN og Auður komu á eftir honum. Fyrst GDRN, svo þau saman og loks tók Auður yfir. Á meðan GDRN var róleg og angurvær á sviðinu spriklaði Auður um allt svið og fór jafnvel út í svið.

Síðasta band á svið var Sóldögg. Það naut mikilla vinsælda í kringum aldamót en lítið hefur farið fyrir því síðustu ár. Þrátt fyrir dvalann var spilamennskan þétt, sviðsframkoman lífleg og eflaust rifjaðist upp fyrir mörgum hversu góð hljómsveitin var á sinni tíð.

Braedslan 2019 0016 Web
Braedslan 2019 0019 Web
Braedslan 2019 0034 Web
Braedslan 2019 0042 Web
Braedslan 2019 0052 Web
Braedslan 2019 0064 Web
Braedslan 2019 0069 Web
Braedslan 2019 0073 Web
Braedslan 2019 0108 Web
Braedslan 2019 0110 Web
Braedslan 2019 0124 Web
Braedslan 2019 0154 Web
Braedslan 2019 0179 Web
Braedslan 2019 0182 Web
Braedslan 2019 0195 Web
Braedslan 2019 0197 Web
Braedslan 2019 0199 Web
Braedslan 2019 0201 Web
Braedslan 2019 0211 Web
Braedslan 2019 0214 Web
Braedslan 2019 0219 Web
Braedslan 2019 0225 Web
Braedslan 2019 0245 Web
Braedslan 2019 0265 Web
Braedslan 2019 0291 Web
Braedslan 2019 0297 Web
Braedslan 2019 0298 Web
Braedslan 2019 0310 Web
Braedslan 2019 0321 Web
Braedslan 2019 0323 Web
Braedslan 2019 0327 Web
Braedslan 2019 0338 Web
Braedslan 2019 0342 Web
Braedslan 2019 0348 Web
Braedslan 2019 0349 Web
Braedslan 2019 0362 Web
Braedslan 2019 0381 Web
Braedslan 2019 0396 Web
Braedslan 2019 0403 Web
Braedslan 2019 0437 Web
Braedslan 2019 0439 Web
Braedslan 2019 0448 Web
Braedslan 2019 0462 Web
Braedslan 2019 0471 Web
Braedslan 2019 0491 Web
Braedslan 2019 0504 Web
Braedslan 2019 0510 Web
Braedslan 2019 0513 Web
Braedslan 2019 0544 Web
Braedslan 2019 0559 Web
Braedslan 2019 0589 Web
Braedslan 2019 0601 Web
Braedslan 2019 0605 Web
Braedslan 2019 0608 Web
Braedslan 2019 0611 Web
Braedslan 2019 0616 Web
Braedslan 2019 0629 Web
Braedslan 2019 0631 Web
Braedslan 2019 0634 Web
Braedslan 2019 0638 Web
Braedslan 2019 0645 Web
Braedslan 2019 0649 Web
Braedslan 2019 0670 Web
Braedslan 2019 0685 Web
Braedslan 2019 0691 Web
Braedslan 2019 0701 Web
Braedslan 2019 0705 Web
Braedslan 2019 0707 Web
Braedslan 2019 0708 Web
Braedslan 2019 0729 Web
Braedslan 2019 0732 Web
Braedslan 2019 0770 Web
Braedslan 2019 0773 Web
Braedslan 2019 0780 Web
Braedslan 2019 0802 Web
Braedslan 2019 0810 Web
Braedslan 2019 0839 Web
Braedslan 2019 0842 Web
Braedslan 2019 0846 Web
Braedslan 2019 0855 Web
Braedslan 2019 0861 Web
Braedslan 2019 0880 Web
Braedslan 2019 0888 Web
Braedslan 2019 0908 Web
Braedslan 2019 0915 Web
Braedslan 2019 0926 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.