Miðasalan á Bræðsluna byrjar á morgun

Byrjað verður að selja miða á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystra klukkan tíu í fyrramálið. Fimm atriði með íslensku tónlistarfólki verða á hátíðinni í sumar.

Hljómsveitir sumarsins hafa verið kynntar í vikunni, en af annarri.

Malen Áskelsdóttir, dóttir annars Bræðslustjórans Áskels Heiðar Ásgeirssonar, verður fyrsta á svið í sumar en á eftir henni fylgir kvennasveitin Flott, sem var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Mugison og KK hafa báðir spilað áður á Borgarfirði en þeir verða saman á sviðinu laugardaginn 23. júlí. Popphljómsveitin Írafár, sem nýverið kom saman aftur, mætir á svæðið sem og þjóðlagaþungarokksbandið Skálmöld, ein stærsta hljómsveit landsins í dag. Hvorug þeirra hefur áður spilað á Bræðslunni, sem haldin verður í sautjánda sinn.

Til viðbótar verður lifandi tónlist í öðrum húsum á Borgarfirði vikuna fyrir Bræðslu, eins og venjan er. Sú dagskrá verður kynnt síðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.