Orkumálinn 2024

Menningarveisla á Austurlandi alla helgina

Sannkölluð menningarveisla verður á Austurlandi um helgina með tónlist landsþekktra listamanna í forgrunni á borð við KK, Pál Óskar, Ásgeir Trausta og Svölu Björgvins.


Lokahátíð LungA er hafin á Seyðisfirði og eins og fram kom á Austurfrétt í vikunni verða að þessu sinni tvö glæsileg tónleikakvöld í stað eins sem áður hefur verið.

Í kvöld, föstudagskvöld koma fram listamennirnir Páll Óskar [IS], Vök [IS], JóiPé og Króli [IS], Sykur [IS], Auður [IS] og Munstur [IS]. Annað kvöld koma fram listamennirnir Princess Nokia [US], Rvk dtr. [IS], Soleima [DK), Alvia Island [IS) Svala [IS] og Kría [IS]. Hér má nánar fylgjast með dagskránni á LungA .


Ari Eldjárn með uppistand í Trjásafninu
Ari Eldjárn verður með uppistand í Trjásafninu í Mörkinni í Hallormsstað á laugardaginn klukkan 14:00. Miðaverð er 2000 krónur en frítt fyrir 11 ára og yngri.

KK í Fjarðaborg á laugardag
Listamaðurinn KK verður með tónleika í Fjarðaborg á Borgarfirði á laugardagskvöldið og hefjast þeir klukkan 21:30.

Ásgeir Trausti í Havarí á sunnudag
Ásgeir Trausti er á sínu fyrsta tónleikaferðalagi um Ísland þar sem hann kemur fram á tveggja vikna tímabili. Hann verður í Havarí á sunnudaginn þar sem hann frumflytur meðal annars nýtt efni af væntanlegri plötu sem væntanleg er í upphafi nýs árs.

Alexander Jarl á Feita fílnum
Rapparinn Alexander Jarl kemur fram á skemmtistaðnum Feita fílnum í Valaskjálf á Egilsstöðum annað kvöld. Alexander Jarl gaf síðasta haust út sína fyrstu plötu „Ekkert er eilíft“ sem fékk fínar viðtökur.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.