Orkumálinn 2024

Með þrjá á tónleikum á Vopnafirði

Nýjar hljómsveitir hafa stundum átt erfitt uppdráttar á landsbyggðinni, samanber fræga sögu af árdögum Utangarðsmanna er þeir spiluðu fyrir einn mann á Kópaskeri. Sveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík! og Swords of Chaos lentu í svipuðu á Vopnafirði fyrir nokkrum árum.

Loji Höskuldsson, meðlimur í Sudden Weather Change, rifjaði upp söguna af tónleikum sveitanna á Vopnafirði í Tengivagninum á RÚV í vikunni. Hljómsveitin reis nokkuð hátt í íslenski tónlistarsenu fyrir rúmum áratug og fór sumarið 2009 í hringferð á vegum Kimi Records.

„Ultimate partýin voru að fara út á land. Ég gleymi ekki þegar við fórum á Vopnafjörð, þessar þrjár sveitir. Við spiluðum ekki mest aðgengilega dótið, ég get skilið það.

Það mættu þrír á tónleikana. Húsvörðurinn, menningarfulltrúi bæjarins og einhver kúabóndi. Þetta sumar höfðum við gefið út plötuna okkar og hann keyrði 80 km fyrir tónleikana. Milli alla atriðanna sagði húsvörðurinn: „Jæja, er þetta ekki komið gott.“

Þetta var mesta partý sem ég hef spilað í, þótt þetta væru bara böndin og þrír áhorfendur. Menningarfulltrúinn bauð síðan upp á samlokur heima hjá sér, maðurinn hennar smurði ofan í okkur. Við vorum þarna 15 rokkhundar heima hjá henni.“

Tónleikarnir eru þó ekki eina tenging Loja við Vopnafjörð, því hann hefur sérstakt dálæti á arkitektinum Sigvalda Thordarsyni sem er þar alinn upp. Loji hefur gefið út bók með húsum Sigvalda, sett upp sýningu og haldið úti Instagrammi. „Það er þessi dulúð bakvið hann sem mér finnst algjört partý.“ 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.