Með krossmark í farteskinu
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. jún 2009 13:08 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun og siglir til baka kl. átta annað kvöld. Þetta er síðasta koma Norrænu áður en skipið skiptir yfir á sumaráætlun en þá verður Norræna alla fimmtudaga á Seyðisfirði í sumar. Skipið mun koma inn til Seyðisfjarðarhafnar kl. 09 á fimmtudagsmorgnum og sigla til baka á hádegi samdægurs.
Farþegar Norrænu taka ýmislegt með sér og meðal þess sem kom í land í morgun var þessi farangur, sem lítur út fyrir að vera krossmark.
Mynd:EBB