Matgæðingur vikunnar: Þorsteinn Ágústsson

Þórsteinn Ágústsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá fyrirtækinu Trackwell er búsettur í Neskaupstað ásamt fjölskyldu sinni. Þorsteinn er matgæðingur vikunnar að þessu sinni og ætlar að deila með okkur uppskrift af afar girnilegu kjúklinga enchiladas.  

  

Klassísk Enchilada er upprúlluð og fyllt tortilla kaka úr maískornum, sem búið er að hella tómat- og chillisósu yfir. Enchilada er hægt að fylla á marga mismunandi vegu og fer það auðvitað eftir smekk fólks hvernig hún er fyllt.

Þessi réttur er upprunlega frá Mexíkó og eru til heimildir fyrir því að fólk frá Mayanna tímanum, hafi átt það til að rúlla upp pönnukökum úr maískornum utan um fisk. En með árunum hefur þessi réttur þróast eins flestir réttir og til eru margskonar útgáfur þessu góða rétt. 

Þórsteinn segir að hann hafi fengið uppskriftina hjá vinnufélaga mínum fyrir mörgum árum. „Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum og hef ég matreitt hana mjög reglulega síðan. Ég er mikill kóríander aðdáandi og er það mikið atriði að spara ekki magnið af honum í uppskriftinni,“ segir Þorsteinn.

Hann segist ekki hafa breytt neinu í uppskriftinni. „Nema að setja meira af kóríanderinu eins og svo hef ég líka leikið mér með chili magnið og nota fræin ef hann er mjög daufur.“ 

Hér er uppskrift Þorsteins:

Kjúklinga Enchilada

Hráefni

Ólívu olía
1 rauðlaukur, saxaður
3 hvítlauksrif
1-3 ferskur rauður chili (eftir stærð og styrk), fræhreinsaðir og smátt saxaður
2 dósir hakkaðir tómatar
1 dós tómat púrra 

Góður slatti af ferskum kóríander saxaður með stilkunum
3-4 kjúklingabringur
150-250 gr rifinn ostur
500 gr kotasæla
8 tortillas

Leiðbeiningar

Hitið ofninn í 200°C

Kryddið kjúklingabringurnar með uppáhalds kjúklingakryddinu ykkar, brúnið þær á heitri pönnu og setjið inn í ofn í 15 mín.
Mýkið á annari pönnu rauðlauk, hvítlauk og chili upp úr olíu, saltið og piprið. Bætið tómötum og tómapúrru út á pönnuna. Látið þetta malla á vægum hita í um 15 mín.

Skerið niður kjúklinginn og hrærið honum saman í skál kotasælu og kóríander. Setjið helminginn af ostinum saman við. Saltið og piprið. Skiptið þessarri hræru bróðulega inn í toritalla kökurnar, rúllið þeim upp og raðið í eldfast mót.

Hellið tómatchilisósunni yfir tortillurnar og setjið restina af ostinum svo yfir. Eldið í ofninum í 30 mínútur. 

Takið úr ofninum og skreytið með kóríander laufum.

Berið fram með sýrðum rjóma, guacamole og fersku salati.

 

Þorsteinn Ágústsson matgæðingur og Enchilada áhugamaður. Mynd: Aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.