Skip to main content

Markaður og sýning í Salthúsinu á Stöðvarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. jún 2009 15:58Uppfært 08. jan 2016 19:20

Á dögunum bættist við  nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn á Stöðvarfirði þegar Salthúsið opnaði formlega.   Það eru frumkvöðlanir Magnús Sigurðsson og Einþór Skúlason sem einnig reka Gistihúsið Sólhól á Stöðvarfirði sem eiga frumkvæði að þessu verkefni. Um er að ræða 1000 m2 aflagt fiskvinnsluhús í hjarta bæjarins sem nýtt er á veturna sem geymsla fyrir húsbíla og fellihýsi en hefur staðið autt á sumrin, hugmyndin var að gæða húsið lífi enda stendur það við aðalgötuna í miðjum bænum skammt frá veitingahúsinu Brekkunni og Galleri Snærós. 

salths_stvarfiri.jpg

Fjöldi fólks heimsækir Stöðvarfjörð á hverju sumri og er það Steinasafn Petru sem dregur flesta að en auk þess og annarar afþreyingar í bænum geta nú ferðamenn heimsótt Salthúsið og kynnst Stöðvarfirði enn betur.   Í húsinu er glæsilegur markaður, auk ljósmyndasýningar sem sýnir fiskverkun á Stöðvarfirði í gegnum árin, video verk frá Gjörningaklúbbnum ILC Thank You og sýning á myndum frá náttúru Stöðvarfjarðar. 

 

Ýmislegt fleira verður í boði í sumar og ýmsar uppákomur í húsinu þar sem  húsnæðið er mjög stórt eru möguleikarnir miklir. Þóranna Lilja Snorradóttir formaður Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefndar opnaði húsið formlega og bauð fólk velkomið.  Markaðurinn verður opin frá kl. 10:00-16:00 alla daga vikunnar í sumar frá til 23 ágúst.  Frá þessu greindi á vef Fjarðabyggðar og er myndin þaðan sömuleiðis.