Málþing um norræn tungumál

Austurlandsdeild Norræna félagsins á Íslandi efnir til málþings um stöðu norrænu tungumálanna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag undir yfirskriftinni „Til hvers Norðurlandamál?“

Formaður Norræna félagsins á Íslandi, Hrannar B. Arnarson, opnar málþingið með erindi um norrænt samstarf og tungumálin, þar sem hann veltir fyrir sér hvort við séum á réttri leið og ekki leikur vafi á að full ástæða er til að velta þeirri spurningu fyrir sér.

Auk erindis Hrannars eru á dagskrá erindi sem snerta yfirskrift málþingsins með ólíkum hætti. Þessi erindi flytja Guðrún Ásta Tryggvadóttir, dönskukennari á Seyðisfirði, Sandra Ösp Valdimarsdóttir, dönskukennari á Egilsstöðum og Vibeke Lund sem er danskur sendikennari á Austurlandi á þessu skólaári.

Í lokin verða pallborðsumræður, þar sem gefst tækifæri að ræða efni þingsins og skiptast á skoðunum um efni fundarins frá ólíkum sjónarmiðum.

Málþingið er haldið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og stendur yfir frá kl. 16:30 til 18:30. Að því loknu verður hægt að njóta lifandi tónlistar með norrænu ívafi í Tehúsinu á Egilsstöðum. Þar koma fram Björt Sigfinnsdóttir, Jón Hilmar Kárason, Guðrún Adela Salberg Dánjalsdóttir og Öystein Gjerde. Enginn aðgangseyrir er á viðburðina.

Mynd: Austurbrú

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.