Málstofu um heimagrafreiti frestað

Málstofu um heimagrafreiti, sem halda átti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag, hefur verið frestað vegna veðurs.

Til stóð að dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, myndi ræða um þær vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880-1960, ekki síst á Austurlandi þar sem fjölda þeirra er að finna.

Aftakaveður er víða um land og ekki ferðafært. Þess vegna kemst Dr. Hjalti ekki austur að þessu sinni. Búið er að ákveða að halda fyrirlesturinn 19. október.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.