Málstofa um heimagrafreiti

Dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, flytur erindi um heimagrafreiti í Kirkjuselinu í Fellabæ í dag.

Hjalti fjallar þar um Fjallað verður um þær miklu vinsældir sem heimagrafreitir nutu á tímabilinu 1880–1960, ekki síst á Austurlandi, þar sem mikinn fjölda þeirra er að finna.

Sagt verður frá upphafi siðarins, útbreiðslu hans, ástæðum þess að grafreitir voru stofnaðir sem og hvernig kirkjan brást við nýbreytninni sem í grafreitunum fólst. Umræður verða eftir erindi Hjalta.

Málstofan er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Þjóðkirkjusafnaða í Egilsstaðaprestakalli.

Málstofan hefst klukkan 17:00. Málstofustjóri verður Stefán Bogi Sveinsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.