Orkumálinn 2024

Lundanum lýkur á morgun

„Þetta hefur gengið mjög vel og vakið athygli. Jafnframt höfum við notið mikils og góðs stuðnings hér í þorpinu,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir annar af höfundum fyrstu lundabúðar landsins þar sem varningurinn er framleiddur innan um sjálfa fyrirmyndina. 

Nýlundabúðin hefur starfað í rúma viku í Hafnarhólmanum á Borgarfirði. Með Elínu þar er Rán Flyering en saman mynda þær Teikniþjónustuna Jafnóðum. Síðasti dagur lundabúðarinnar er á morgun laugardag og munu þær stöllur síðan pakka saman á sunnudag og halda á vit nýrra ævintýra.

Fram kemur í máli Elínar Elísabetar að hún og Rán séu að hugsa um að hafa framhald á þessu næsta sumar. „Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim efnum en við höfum fullan hug á að halda þessu áfram og erum með margar hugmyndir um slíkt. Við höfum meðal annars áhuga á að útvíkka þetta dæmi og setja í víðara samhengi.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.