Lofar magnaðasta Dyrfjallahlaupi frá upphafi

Óhætt er að fullyrða að Dyrfjallahlaupið þetta árið verði það allra skemmtilegasta og stærsta sem haldið hefur verið segir Olgeir Pétursson, einn skipuleggjenda þessa þekkta fjallahlaups sem nú skal gera hærra undir höfði en nokkru sinni áður.

Hlaupið, sem hingað til hefur aðeins verið í dagsstund verður núna þriggja daga viðburður frá 8. júlí til 10. júlí og segir Olgeir að nú sé áherslan ekki einungis á hlauparana heldur ekki síður á fjölskyldur þeirra og aðra gesti sem fylgjast vilja með. Fjölmargt afþreyingar í boði en ræst verður í hlaupin sjálf, bæði 12 kílómetra og 24 kílómetra vegalengdir, á laugardagsmorgninum.

Það er Ari Eldjárn, grínisti, sem setur hátíðina með uppistandi í Fjarðarborg á föstudagskvöldinu. Hlaupararnir halda af stað morguninn eftir en endamarkinu verður lokað klukkan 16 þann dag. Síðdegis verður boðið upp á bryggjujóga við Blábjörg Guesthouse áður en opnað verður fyrir hlaðborð í Fjarðarborg. Um kvöldið er svo hitað upp með karíókí áður en stórsveitin FM Belfast spilar fyrir þá sem enn hafa þrek. Á sunnudeginum verður haldið í fjölskyldugöngu á Kúahjalla.

Olgeir segir rúmlega helming 500 miða selda á þessari stundu og á von á að uppselt verði fljótlega en rúmlega 400 hlauparar tóku þátt í síðasta hlaupi og því hundrað fleiri sem keppa sína á milli nú. „Þetta verður magnaðasta hlaupið hingað til í allri merkingu og vonandi að fólk sýni áhuga á að mæta jafnvel þó ekki sé hlaupið. Nóg annað við að hafa á svæðinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.