Orkumálinn 2024

Líf og fjör á dansnámskeiði

Dansinn dunar á Austurlandi þessa dagana, en Dansstúdíó Emelíu stendur fyrir námskeiði fyrir börn sem haldin eru á Egilsstöðum og Reyðarfirði.


Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-16 ára og koma þátttakendur komið víða að, allt frá Neskaupstað til Djúpavogs. Námskeiðin halda áfram næstu tvær vikurnar og er nýliðum velkomið að bætast í hópinn. Nánari upplýsingar um það má finna hér.

Á laugardaginn verður dansdagur í Slátúrhúsinu Egilsstöðum (12:30-13:30) og íþróttahúsinu á Reyðarfirði (15:30-16:30). Þar verður kenndur svokallaður fjölskyldudans, auk þess sem nemendur taka þátt í stuttu atriði. Þá hefur verið lagt nýtt dansgólf í Sláturhúsinu sem vígt verður þennan dag.

Kennarinn tilnefndur til Grímuverðlaunana í ár
„Ég er mjög ánægð með nýja salinn og eru það mikil verðmæti fyrir samfélagið að fá hann. Aðstaðan er hvetjandi fyrir aðra listamenn að koma austur og sömuleiðis fyrir skapandi fólk á svæðinu,” segir Auður Bergdís Snorradóttir danskennari, en hún og Birna Björnsdóttir hlutu á dögnunum tilnefningu til Grímuverðlaunana fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins, fyrir sýninguna Ronja Ræningjadóttir. 

„Krakkarnir eru ótrúlega jákvæðir, þakklátir og duglegir. Mörg þeirra hafa komið í skólann ár eftir ár en aðrir eru byrjendur. Öll standa þau sig eins og hetjur og það er rosalega gaman hjá okkur.”

Orðið er laust
Auður hefur ekki einungis verið að kenna á þessu námskeiði, heldur hefur hún einnig verið að vinna með hópnum sem vinnur við skapandi sumarstörf á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð. 

„Það er geggjaður hópur sem ótrúlega gaman er að fylgjast með. Það er svo mikil orka í ungmennunum, þau eru svo hvetjandi og dugleg,” segir Auður, en nánar veðrur sagt frá því verkefni á vefnum í næstu viku, en hópurinn kallar sig Orðið er laust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.