„Létum bara vaða á austfirska höfunda“

„Það er mjög fjölbreytt flóra í rithöfundalestinni í ár. Það eru bæði ljóðabækur og skáldsögur, sagnfræðileg rit og þýðingar og ég held að gróskan í austfirskri útgáfu hafi sjaldan verið meiri,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, hjá Skriðuklaustri.

Þar endaði nýverið árleg för rithöfundalestarinnar svokölluðu sem orðinn er árleg hefð fyrir jólahátíðina hér austanlands sem víðar. Það sem er óvenjulegt og reyndar einstakt að þessu sinni er sú staðreynd að lestin nú er einvörðungu skipuð rithöfundum af Austurlandi eða með sterkar tengingar austur en gróskan mikil í útgáfu á svæðinu.

Höfundarnir sem flökkuðu um fjörðunginn, lásu upp úr bókum sínum og seldu eintök þeim sem vildu voru Benný Sif Ísleifsdóttir með skáldsögu sína Gratína, Jónas Reynir Gunnarsson með Kákasus-gerilinn, Smári Geirsson sem skrifaði Sögu Fáskrúðsfjarðar, Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem gefur út kvæðasafn systkinanna frá Heiðarseli, bók um Skálda-Rósu og Líkið er fundið - sögur af Jökuldal.  Sex aðrir höfundar komu einnig við sögu í lestinni: Jón Pálsson með glæpasöguna Skaðræði, Jón Knútur Ásmundsson með ljóðabókina Stím, Anna Karen Marinósdóttir með ljóðabókina Kannski verður allt í lagi, Björn Ingvarsson með þýðingar sínar á ljóðum Inúíta, Unnur Sveinsdóttir með barnabókina Skotti og sáttmálinn og Ásgeir Hvítaskáld með Morðið í Naphorni.

Margir þeirra lásu fyrir gesti að Skriðuklaustri og ánægja með austfirsku tenginguna að sögn Skúla Björns.

„Við sáum okkur leik á borði að þessu sinni að við gætum bara tekið upp austfirska höfunda þá létum við bara vað á það. Við erum ekki með neinn sem við getum sagt að eigi ekki neinar rætur til Austurlands og við svolítið ánægð með það.“

Sjónvarpsstöðin N4 gerði þessum lokahnykk lestarinnar skil fyrir skömmu og hér að neðan má sjá afrakstur þess.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.