Skip to main content

Léttir og skemmtilegir tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. feb 2023 10:58Uppfært 15. feb 2023 10:58

Á sunnudaginn næstkomandi, konudaginn, verða tónleikar í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 16:00. Tónleikarnir bera heitið Þúst og eru á vegum listamannafélagsins Mela sem var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að efla starfsvettvang listafólks á Austurlandi. Markmið félagsins er að setja upp fjölbreytta og metnaðarfulla listviðburði á Austurlandi en tónleikarnir Þúst eru fimmta verkefni félagsins.

Listamannafélagið Mela samanstendur af listamönnum sem allir hafa tengingu við Austurland. Hópurinn hefur haldið einn stóran viðburð á hverju ári frá stofnun þar sem þau frumflytja verk og halda kammertónleika.

Í ár frumflytur hópurinn verk eftir Ara Hálfdán Aðalgeirsson, tónsmið, sem hann samdi við ljóð Gyrðis Elíassonar. Verkin eru sérstaklega samin fyrir Mela hópin og verða frumflutt á tónleikunum.

Berta Dröfn Ómarsdóttir, einn af stofnendum Mela, segir samsetningu hópsins einkum skemmtilega og fjölbreytta. Hún sjálf er sópran söngkona, en hópmeðlimirnir spila á þverflautur, óbó, klarínett og gítar.

Berta segir efnisskránna hressa og lifandi. Að þau muni fyrst og fremst að frumflytja verkin eftir Ara Hálfdán Aðalgeirsson en verða líka með verk eftir Friðrik Margrétar- Guðmundsson, tónsmið, sem hann samdi árið 2021. Verkið er samið við ljóð Ingunnar Snædal úr ljóðabók hennar „Komin til að vera, nóttin” sem kom út árið 2009. Hópurinn frumflutti verk Friðriks í Covid takmörkunum og endurtaka leikinn í ár við engar takmarkanir. Berta segir verkin mjög skemmtileg og að þetta verði léttir og skemmtilegir tónleikar.