Kynnir tónlistarmeðferð í Nesskóla

Perla Kolka, tónlistarþerapisti í Neskaupstað, heldur kynningu á tónlistarþerapíu og verkefninu Tónlistarmeðferð í Nesskóla, í grunnskólanum í kvöld. Foreldrafélag Nesskóla stendur að kynningunni, en verkefnið var skömmu fyrir áramót styrkt myndarlega af Menningar- og styrktarsjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað.

11_13_41---musical-instruments_web.jpg

Perla mun nú á vorönn í samvinnu við starfsfólk Nesskóla vinna með nemendum í skólanum. Allir áhugasamir og foreldrar barna í Nesskóla eru hvattir til að mæta.

Kynningin verðu í samkomusal Nesskóla í kvöld og hefst kl. 20:30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.