Konur í kærleika á Vopnafirði um helgina

Brynhildur Arthúrsdóttir frá Syðri-Vík í Vopnafirði, stendur um helgina fyrir námskeiðinu Konur í kærleika á heimaslóðum sínum.

Brynhildur stendur fyrir námskeiðinu ásamt Helgu Birgisdóttur, eða Geggu. Gegga er hjúkrunarfræðingur, meðferðaraðili og myndlistarkona en Brynhildur er félagsráðgjafi og starfar við velferðarmál hjá Reykjavíkurborg.

Þær hafa lengi verið vinkonur en hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í samtali þeira þegar Brynhildur lýsti töfrum náttúrunnar við að vinda ofan af streitu.

Í tilkynningu lýsir Brynhildur hvernig hún hafi alla tíð hvílt sig á erli borgarinnar nokkrum sinnum á ári með að fara austur í sveitina til að fylla sig lífsorku. „Sveitalífið, fólkið mitt, kyrrðin og straumarnir frá náttúrunni næra minn innri kjarna, gefa mér orku og móta vitund mína,“

Báðar hafa hafa um árabil stutt við fólk í leit að bættri andlegri líðan, en Gegga er frumkvöðull SMILER, hefur starfað sem meðferðar- og markþjálfi og skrifað kafla í erlendar bækur.

Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt með léttum gönguferðum, hugleiðslu, fyrirlestrum, orkuæfingum auk heilsufæðis.

„Þátttakendur tengjast sjálfum sér betur, njóta friðar, kærleika og stuðnings í hópefli kvenna og með sjálfri sér. Námskeiðið opnar dyr að nýju lífi og er sannkölluð vítamínsprauta fyrir hamingjuna. Konurnar fara svo heim með gagnleg verkfæri og lausnir sem leiða til betra lífs,“ segir í tilkynningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.