Skip to main content

Klassískir söngtónleikar haldnir í Eskifjarðakirkju

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. júl 2023 13:09Uppfært 04. júl 2023 13:11

Í geislaglóð eru klassískir söngtónleikar sem verða haldnir í Eskifjarðakirkju, miðvikudaginn 5. júlí.

Á tónleikunum koma þær Svafa Þórhallsdóttir söngkona og Galya Koloroya píanóleikari saman og flytja gestum fjölbreytta dagskrá. “Við kynntumst þegar við stunduðum nám við Konunglega tónlistarháskólan í Kaupmannahöfn og höfum spilað mikið saman við ýmisleg tækifæri.” Segir Svafa um samstarf hennar og Galya.

Í haust munu þær fara til Grænlands og koma fram saman. „Ég hef áður verið að syngja á Grænlandi með tríói og má segja að þá hafi tengslin við Grænland hafist. Við munum fara um vesturströnd Grænlands og koma fram á helstu tónleikastöðunum þar.” Þessir tónleikar eru liður í undirbúningi þeirra fyrir þá tónleikaferð.

Dagskrá tónleikanna samandstendur af breiðu úrvali laga. “Íslensk sönglög, þýsk og norsk ljóð og ítalskar aríur” segir söngkonan og lofar ánægjgulegu kvöldi með fallegri tónlist.