„Keyra, bara keyra“ - Myndband

Kárahnjúkastífla og nánasta umhverfi eru í aðalhlutverki í kynningu á nýrri útgáfu á Range Rover Sport. Heimamenn veita áhættubílstjóra sem keyrir upp stífluna heillaráð.

„Keyra, bara keyra,“ er ráðlegging Hjartar heitins Kjerúlf, bónda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal til bílstjórans Jessicu Hawkins sem keyrir bílinn í myndbandinu.

Nýr útgáfa af Range Rover Sport var kynnt fyrir heiminum í fyrradag. Síðasta haust var hins vegar tökuteymi á sveimi við Kárahnjúka við að taka upp kynningarmyndband sem er miðpunktur kynningarherferðarinnar.

Bíllinn er kynntur til leiks á þann máta að hann ráði vel við ólíkar og krefjandi aðstæður. Til að sannreyna það hafi verið lagt fyrir hann próf, að komast inn Hafrahvammagljúfur, síðan upp úr þeim eftir göngum og stífluvegg Kárahnjúkavirkjunar áður en keyrt er upp rennuna að fossinum Hverfanda, sem myndast þegar Hálslón fer á yfirfall.

„Það endar bara á einn veg ef þetta mistekst. Bíllinn rennur fram af brúninni og fellur 90 metra niður,“ segir Sigurbjörn Nökkvi Björnsson útskýrir Sigurbjörn Nökkvi Björnsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun.

Jessica er líka í kappi við tímann, þarf að ná upp eftir rennunni áður en rennsli í hana eykst, sem gerist hratt. Í myndbandinu kemur fyrir texti þar sem annað fólk er varað við að reyna að leika atriðið eftir, þarna sé atvinnuökumaður á ferð.

Fleiri stjörnur taka þátt í kynningunni á nýja Range Rovernum. Í lengri útgáfu myndbandsins keyrir þáttastjórnandinn James Corden, sem þekktur er fyrir að rúnta um með stjörnum og syngja með þeim undir stýri, um með markaðsstjóra Landrover auk þess sem Anthony Joshua, fyrrum heims- og ólympíumeistari í hnefaleikum, fer í bíltúr með Jessicu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.