Skip to main content

Kanna réttarstöðu vegna framkvæmda við miðbæ

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. mar 2009 12:42Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hyggst láta kanna réttarstöðu sína með hliðsjón af skaðabótum  gagnvart aðilum sem samið var við um framkvæmdir við nýjan miðbæ á Egilsstöðum. Bæjarstjórn samþykkti tillögu þar um á fundi sínum 4. mars. Um er að ræða fyrsta áfanga nýs miðbæjar, norðan Fagradalsbrautar, sem unnið var að síðastliðið sumar og er nú hálfkaraður og til trafala.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið skýrslur og minnisblöð frá hönnuði, verktaka og eftirlitsaðila verksins og er niðurstaða hennar sú að augljóst verði að telja að þessir aðilar beri allir ábyrgð á þeim töfum sem orðið hafa á verkinu. Ekki sé hægt að rekja tafir til deiliskipulags enda hafi legið fyrir samþykkt deiliskipulag af því svæði sem framkvæmdir náðu til.

Bæjarstjórn harmar þau óþægindi sem íbúar og rekstraraðilar hafa orðið fyrir vegna framkvæmdanna.