Orkumálinn 2024

Þjálfarahringekja hjá Fjarðabyggð

Heimir Þorsteinsson verður þriðji maðurinn til að þjálfa karlalið Fjarðabyggðar í sumar eftir að David Hannah hætti í gær.

ImageHannah tók við í lok júlí af Magna Fannberg sem var rekinn. Seinasti leikur Hannah var 3-0 ósigur gegn Stjörnunni í gær. Hann samdi við Fjarðabyggð í lok maí en fékk ekki leikheimild með liðinu fyrr en 15. júlí. Honum var boðið starf í Skotlandi sem hann þáði. Elvar Jónsson, aðstoðarmaður Hannah, hættir einnig en verður áfram í stjórn félagsins. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær segir að ljóst hafi verið að hann gæti ekki klárað tímabilið vegna annarra skuldbindinga.
Heimir Þorsteinsson hefur stýrt liðinu af bekknum í seinustu tveimur leikjum. Hann þjálfaði liðið ásamt Elvar árin 2004 þegar það fór upp úr þriðju deild og festi sig í sessi í annarri deild. Markahrókurinn reynslumikli, Vilberg Marinó Jónasson, verður aðstoðarmaður Heimis.
Höttur tapaði í gær heima 0-1 fyrir Gróttu. Markið kom skömmu fyrir leikslok úr vítaspyrnu.
Kvennalið Hattar tapaði fyrri leik sínum gegn ÍR í undanúrslitum 1. deildar kvenna 0-3 á Vilhjálmsvelli í gær. Markalaust var í hálfleik.
Spyrnir og Dalvík/Reynir gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik D riðils þriðju deildar karla. Úrslitakeppni deildarinnar hófst í gær. Huginn gerði 1-1 jafntefli við Skallagrím á Seyðisfirði og Sindri 2-2 jafntefli við KV á KR-vellinum. Seinni leikirnir fara fram á þriðjudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.