Rúmlega hundrað miðar eftir í Dyrfjallahlaupið

Aðstandendur hins vinsæla Dyrfjallahlaups vonast til að bæta þátttökumet í hlaupinu þetta árið og ná 500 keppendum alls. Aðeins rúmlega 100 miðar eru eftir svo líklegt er að það markmið náist.

Dyrfjallahlaupið er smám saman að verða eitt þekktasta fjallahlaup landsins en þar er hlaupið í stórkostlegu landslagi Dyrfjalla á Borgarfirði eystra. Rúmlega 400 manns tóku þátt á síðasta ári sem varð um leið stærsti íþróttaviðburður fullorðinna í íþróttasögu Austurlands.

Að þessu sinni er í boði að hlaupa tvær mismunandi leiðir. Annars vegar tólf kílómetra leið með um 700 metra hækkun og hins vegar 24 kílómetra leið með rúmlega þúsund metra hækkun. Þetta eru krefjandi hlaup um vegaslóða og skemmtilega moldarstíga í stórbrotnu landslagi allt um kring.

Þá hefur dagskrá hlaupsins verið stórefld frá því sem áður var og er viðburðurinn nú heilir þrír dagar með ýmsum skemmtunum og uppákomum í viðbót við hlaupið sjálft. Formleg dagskrá hefst föstudagskvöldið 8. júní en hlaupið sjálft hefst degi síðar. Miða er hægt að kaupa á Tix.is og ítarlegar upplýsingar fást á vefnum dyrfjallahlaup.is

Rúmlega tuttugu dagar til stefnu áður en Dyrfjallahlaupið 2022 fer fram á Borgarfirði eystra. Mynd Dyrfjallahlaup.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.