Ingunn Snædal í fótboltann

Ingunn Snædal, okkar maður í bókmenntaheiminum, lék aðalhlutverk á fjölmennu útgáfuhófi bókarinnar Klopp - Allt í botn!, sem kom út fyrir skemmstu. Ingunn þýddi bókina á íslensku og las upp úr henni á útgáfuhófinu.

Ingunn er þekktust fyrir ljóðabækur sínar, en hún er einnig afkastamikill bókaþýðandi. Af bókum sem hún hefur þýtt má nefna Síðasta uppgötvun Einsteins eftir Mark Alpert, Krítarmaðurinn eftir C.J. Tudor, Harry Potter og bölvun barnsins eftir Jack Thorne, og Dulmálsmeistarinn. William Wenton 1 eftir Bobbie Peers, sem kom út á þessu ári einnig.

Bókin Klopp - Allt í botn! fjallar hins vegar um fótbolta, nánar tiltekið um hinn litríka Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Eftir því sem Austurglugginn kemst næst hefur fótbolti ekki verið á áhugasviði Ingunnar, alla vega ekki opinberlega. Ýmsir, menn og konur hér fyrir austan, hefðu jafnvel verið tilbúnir að sverja fyrir að svo væri alls ekki. Leiftrandi upplestur Ingunnar úr bókinni þótti hins vegar gefa til kynna, að mati viðstaddra, að hún væri ekki fráhverf íþróttinni.

Fjölmenni var á útgáfuhófinu og myndir frá því birtust á undirvef Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu. Myndirnar tók Haraldur Guðjónsson Thors.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.