Hátíð skáldsins í Breiðdal

Efnt er til hátíðar í Breiðdal í dag sunnudag, vegna útkomu nýrrar bókar Guðjóns Sveinssonar, Litir og ljóð úr Breiðdal. Auk skáldsins sjálfs og Páls Baldurssonar sveitarstjóra Breiðdælinga, mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur stíga á stokk og fjalla um bókina.
imgp1969.jpg
Útgáfuhátíðin verður í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík og hefst kl. 16 í dag. Auk ávarps sveitarstjóra og umfjöllunar Soffíu Auðar mun skáldið lesa úr bók sinni og Magnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi, flytja lokaorð
Tónlist vefst um hið talaða orð því karlakórinn Stakir jakar mætir til leiks. Þá opnar samhliða sýning á myndum og ljóðum úr Litum og ljóðum í Breiðdal í kaupfélagshúsinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Ljósmyndin er fengin af vef Breiðdalshrepps og er af Guðjóni Sveinssyni skáldi við að árita bækur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.