Orkumálinn 2024

Hreindýrið unir sér vel með hestunum

Hreindýrskálfur hefur undanfarna mánuði haldið til í hestahópi á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Dýrið virðist una hag sínum þar vel og hefur ekki sýnt á sér neitt fararsnið.

„Það fylgir eftir hestunum, leikur sér með þeim og kúrir sig niður með þeim í vondum veðrum,“ segir Andri Fannar Traustason, sem býr á Þorvaldsstöðum.

Hann segir dýrið hafa komið í Þorvaldsstaði í desember og hafi þá verið búið að vera í mánuð á Lynghól, bæ sem er töluvert utar í dalnum. „Það sá að það væri miklu betra að vera hjá okkur í fæði!“

„Það fer ekkert í burtu meðan við gefum hestunum, það heldur sig bara í 10-15 metra fjarlægð. Það hefur ekki sýnt á sér neitt fararsnið, ef aðrir koma en úr fjölskyldunni lætur það sig hverfa á meðan en kemur svo aftur.“

Kálfurinn er karlkyns en hefur ekki hlotið neitt nafn. Andri Fannar segir dýrið hafa lífgað upp á búskapinn á Þorvaldsstöðum. „Litli drengurinn minn hefur gaman af því. Hann segir að það þurfi að kíkja á hestana og hreindýrið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.