Hreindýrahjörð við álverið

Fjöldi hreindýra hefur seinni part vetrar og fram á sumar spókað sig við álverið í Reyðarfirði. Þau kæta almennt starfsmenn álversins.


„Það heimsækja okkur oft hreindýr en þau hafa reyndar heiðrað okkur með nærveru sinni óvenju langt fram á sumarið þetta árið,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.

„Þau valda okkur ekki neinu ónæði og gleðja sannarlega augað og sinnið.

Fallegustu dýr í heimi og gaman að geta virt þau almennilega fyrir sér svona spök en ekki bara sjá þeim bregða fyrir á hlaupum.“

Líkur eru á að sjaldgæfara verði að sjá hreindýr á láglendi á næstunni. Bæði er snjór loks farinn úr fjöllum þannig þau komast í gróður en hreindýraveiðar hefjast einnig 15. júlí. Þannig hafa dýrin ekki sést við álverið síðustu daga og ljóst að veiðimenn þurfa að hafa fyrir steikinni sinni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.