Orkumálinn 2024

„Hollt og gott að senda meiri kærleik út í heiminn“

Kærleiksdagar voru haldnir öðru sinni í Verkmenntaskóla Austurlands í síðustu viku. Markmið dagana er að safna fé til kærleiksríks málefnis sem nemendur velja. Pieta, forvarnarsamtök gegn sjálfskaða og sjálfsvígum, varð fyrir valinu í ár og söfnuðust rúmar 160 þúsund krónur.

 

 

Í gegnum árin hefur Verkmenntaskólinn verið með svokallaða þema daga í boði fyrir nemendur síðustu dagana fram að árshátíð nemendafélagsins. Í fyrra varð breyting á.

„Á kærleiksdögum reynum við að láta gott af okkur leiða og viljum efla tengsl milli nemenda skólans. Við hugum að leiðum til að sýna okkur sjálfum og öðrum kærleik og víkka sjóndeildarhringinn. 

Aukin þekking og víðsýni dregur úr fordómum. Svo er líka alltaf hollt og gott að senda meiri kærleik út í heiminn.“ segir Lilja Guðný Jóhannesdóttir skólameistari. 

 

Asparbingó og klink-torg

Nokkrir viðburðir á dögunum voru hugsaðir til að safna fé til málefnisins, eins fram hefur komið söfuðust rúmar 160 þúsund.

„Við héldum klink-torg með það markmið að safna klinki sem rennur til málefnisins, skemmta okkur og öðrum. En um leið gera skólann og starfið okkar hér sýnilegri,“ bætir Lilja við.

Á torginu voru markaðir með margskonar varning til sölu, til dæmis notuð föt og bækur en einnig vörur sem nemendur höfðu sjálfir gert í skólanum eins og teikningar og skurðarbretti úr tré með áprentuðum myndum. Brettin voru unnin í trésmíðadeildinni í samtarfi við Fab-lab. 

Þá var haldið svokallað asparbingó. „Það er gaman að segja frá því að þegar við leituðum til fyrirtækja um styrkja okkur þá stóð ekki á svörum. Við fengum jákvæð svör frá öllum og gott betur. 

Þetta kom okkur mjög á óvart og allt í einu vorum við með 12 gjafapoka þar sem hver og einn innihélt verðmæti sem nemur 60.000 krónum. Við erum ofboðslega þakklát fyrirtækjunum sem tóku tóku þátt,“ segir Lilja að lokum.

 

Púsl fyrir klink. Freyja Theresa Ásgeirsson, kennari, stendur vaktina. Mynd: VA

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.