Orkumálinn 2024

Hljóðupptökur af storminum á Fjarðarheiði notaðar í samnefndu listaverki

Hjónin Konrad Koarbiewski og Anna Friz, sem búa meðal annars á Seyðisfirði, sendu nýverið frá sér hljóð- og myndlistaverkið Fjarðarheiði sem er undir miklum áhrifum frá vetrinum á heiðinni.


Listaverkið var frumsýnt á nýkvikmyndahátíðinni í Montreal í Kanada í haust en er nú aðgengilegt heimsbyggðinni á netinu.

Notast er við hljóðupptökur af veðrinu á heiðinni en einnig bergmálskerfi og raftæki til að magna upp áhrif hljóðsins. Myndin ber með sér árekstur dagsbirtu og skammdegis en einnig snjóinn og kuldann sem einkennir fjalllendið við Norðurskautið.

Konrad, sem er einn af stofnendum hljóðsetursins Skála á Seyðisfirði, hefur síðan verið valinn sem einn af fulltrúum Íslands á Norrænum músikdögum í Hörpu í haust. Þar frumsýnir hann nýtt verk sem hann vann í Síle sem kallast Ascención.

Tónlistarhátíðin er ein sú elsta í heiminum, fyrst haldin árið 1888 og ferðast á milli Norðurlandanna.

Anna Friz | Konrad Korabiewski | FJARÐARHEIÐI | Festival Nouveau Cinéma Montréal | live | excerpt from Konrad Korabiewski on Vimeo.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.