Orkumálinn 2024

Hestamenn byggja

Nýtt hesthús er nú risið í hesthúsahverfinu í Fossgerði, en þar hefur ekki verið byggt hesthús síðan 2012. Þá byggði Halldór Bergsson þar 10 hesta hús. Fyrir voru þá í Fossgerði þrjú stór félagshús, sem hestamenn fluttu í eftir að hesthúsin á svokölluðum „Truntubökkum“ við Eyvindará voru aflögð.

Það er Hallgrímur Anton Frímannsson sem er að byggja nýja hesthúsið í Fossgerði. Það er frá Límtré Vírnet, 140 m2 og er teiknað sem 10 hesta hús. Hallgrímur, eða Timmi eins og hann er jafnan kallaður, stefnir á að taka hesta inn í nýja húsið fyrir þorra, en segir að húsið verði þó ekki að fullu tilbúið.

Annað hesthús er á teikniborðinu í Fossgerði, en Guðmar Ragnar Stefánsson, sem á og rekur fyrirtækið Brúarsmiðir, hefur fengið lóð við hlið Hallgríms. Það hús verður væntanlega flutt inn af honum sjálfum, en hann hefur um nokkurt skeið flutt inn stálgrindahús frá Kína, þar af nokkur sem hýsa hross.

Hesthús rísa víðar en í Fossgerði. Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbac á Stormi á Völlum, reistu hesthús á jörð sinni fyrir ári síðan. Það er 140 m2 stálgrindahús, flutt inn og reist af Brúarsmiðum ehf. Húsið er innréttað fyrir 10 hross. Á Útnyrðingsstöðum á Völlum er nýrisin 480 m2 reiðhöll, sem er fullbúin og komin í notkun. Það eru þau Stefán Sveinsson og Daniela Gscheidel, hrossa- og ferðaþjónustubændur á Útnyrðdinssstöðum, sem réðust í þessa framkvæmd á síðasta ári. Brúarsmiðir ehf. fluttu inn og reistu húsið.

Á Reyðarfirði eru tvö ný hesthús, annað ennþá í byggingu. Anna Berg og Stefán Hrafnkellsson eru þessa dagana að innrétta 160 m2 hús frá Brúarsmiðum ehf. og stefna á „innflutningspartý“ fyrir jól. Húsið er innréttað fyrir 10 hross og lagt upp úr að vinnuaðstaða sé rúm og þægileg. Hreggviður Friðbergsson frá Eskifirði reisti hús frá Brúarsmiðum í hesthúsahverfinu á Reyðarfirði í fyrra eftir að hestamenn á Eskifirði urðu að flýja úr hesthúsum sínum vegna framkvæmda við Norðfjarargöng. Hreggviður tók hross inn í nýja húsið síðastliðinn vetur. Það er tíu hesta hús, 112 m2.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.