Orkumálinn 2024

Helgin: Væmið, sexý, ástríðufullt og sorglegt

„Einhverjum kann að finnast það undarlegt að halda nýárstónleika um miðjan febrúar. Ástæðan er sú að allar helgar fram að þessari voru bókaðar fyrir þorrablót hér fyrir austan,” segir Erla Dóra Vogler mezzósópran, sem stendur fyrir og tekur þátt í svokallaðri Nýársglamourgleði í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á laugardagskvöldið.

Með Erlu Dóru verða þau Þorbjörn Rúnarsson tenór og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikari undir leikstjórn Unnars Geirs Unnarssonar, en öll eiga þau ættir sínar að rekja á Austurland.

„Til þess að aðlaga okkur austfirskum siðum urðum við að bíða með þetta fram í febrúar að bjóða upp á þessa skemmtilegu evrópsku nýarshefð; tónlistarveislu með völsum, sígaunum og öllum þessum lögum sem enda í hæstu hæðum,” segir Erla Dóra sem bætir því við að um sé að ræða stórskemmtilega tónleika með leikandi léttri klassískri tónlist, gríni og stundum yfirgengilegu drama í bland.


Vilja að áhorfendur pakki hversdagsleikanum undir borð
Erla Dóra segir að á efnisskránni verði fjölbreyttir slagarar, bæði úr heimsþekktum óperettum og söngleikjum. „Þetta verður kannski örlítið væmið á köflum, stundum smá sexý, ástríðufullt og jafnvel sorglegt. Þessi tónleikar, með leikrænu ívafi, verða hressandi og skemmtileg viðbót í fjölbreytta tónlistarflóru Austurlands og jafnframt góð leið til að kynna þeim sem kannski ekki hafa mikinn áhuga á klassískri tónlist töfra hennar. Við viljum að áhorfendur pakki hversdagsleikanum undir borð; sleppi því að spá í færðini, hvað eigi að vera í matinn, bensínverðið eða önnur leiðindi. Við viljum aðeins að þeir njóti tónlistinnar og þess sem fyrir augun ber,” segir Erla Dóra.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarmiðstöð Austurlands, Uppbyggingarsjóði Austurlands, Fjarðabyggð og Alcoa Fjarðaáli. Aðgangseyrir 2.500 krónur en 2.000 krónur fyrir eldri borgara. Léttar veitingar eru innifaldar.


List í ljósi
Vetrarhátíðin List í ljósi á Seyðisfirði verður formlega sett í dag, en ljós-listaverkin verða tendruð í bænum klukkan 18:00. Hér má sjá umfjöllun um hátíðna.


Ístölt Austurlands
Ístölt Austurlands verður haldið við Móavatn við Tjarnarland á laugardaginn klukkan 11:00. Keppt verður í B flokki í tölti 17 ára og yngri (T7) A flokki í tölti áhugamanna (T7) og tölti opnum flokki (T1). Sérstök verðlaunaafhending verður fyrir börn 12 ára og yngri. Mótið er opið öllum og fara skráningar fram í síma 8933354, 8614030 eða á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.