Helgin: Tónleikar, móttaka Barkar og knattspyrna

Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins eru með lágstemmdara móti í ár þar sem enn eru takmarkanir í gildi vegna Covid-19 veirunnar. Ýmislegt má þó finna sér til dundurs.

Tónleikar og pop-up veitingastaður hafa verið í Beituskúrnum í Neskaupstað um helgina. Þar verður hátíð á sunnudag þegar tekið verður formlega á móti nýjum Berki í Norðfjarðarhöfn klukkan 11:00. Í framhaldinu verður hægt að skoða skipið í fylgd áhafnar.

Hleypt verður inn í hópum vegna sóttvarna. Einnig er hægt að skoða skipið milli klukkan 15 og 17 á morgun, laugardag.

Hljómsveitin Vök heldur tónleika í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði á morgun klukkan 20:30. Raftríóið hefur átt góðu að gengi að fagna síðan það vann Músíktilraunir árið 2013, meðal annars átt plötu ársins hérlendis bæði 2017 og 19 auk þess sem sveitin hefur notið velgengni erlendis.

Tónleikar sveitarinnar hafa legið að mestu niðri undanfarið ár en hún vinnur nú að nýju efni fyrir væntanlega plötu og má búast við að eitthvað af því verði flutt á morgun.

Þá eru framundan fimm leikir hjá austfirsku liðunum í Íslandsmótinu i knattspyrnu. Í annarri deild karla tekur Fjarðabyggð á móti Njarðvík á morgun en Leiknir á móti Kára á sunnudag. Í þriðju deildinni tekur Höttur/Huginn á móti KFG en Einherji heimsækir Augnablik á laugardag. Í annarri deilda kvenna heimsækir heimsækir Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Hamar í Hveragerði á sunnudag.

Mynd: Síldarvinnslan/Þorgeir Baldursson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.