Helgin: Nýtt íslenskt og eistnesk þjóðlög

Eistnesk þjóðlagasveit hefur ferð sína um Ísland á Egilsstöðum um helgina. Reddingakaffi, spilakvöld og ný myndlistarsýning eru meðal annars sem í boði er á Austurlandi næstu daga.

Pillilaagri Punt er þekkt þjóðlagasveit í heimalandi sínu Eistlandi, enda hefur hún innanborðs Kadri Laube, einn af betri harmonikkuleikurum Eista. Hún er nýkomin til Íslands og hefur reisu sína í Tehúsinu á Egilsstöðum á sunnudag klukkan 17:00.

Í kvöld er fyrsta kvöldið af þremur í félagsvist Kvenfélags Hróarstungu. Byrjað verður að spila í Tungubúð klukkan 20:00 í kvöld.

Ný sýning opnar á Vesturvegg Skaftfells klukkan 17:00 á morgun. Þar verða verk eftir Þórarinn Andrésson eða Tóta ripper. Tóti er fæddur og uppalinn Seyðfirðingur sem virkur hefur virkur innan listasenu bæjarins. Hann byrjaði að mála fyrir tólf árum og er á sýningunni að finna verk frá þessum tíma.

Reddingakaffi verður í Herðubreið fyrir sýninguna, eða frá 14-16. Á reddingakaffi hittist fólk og hjálpast að við að gera við hluti. Annað reddingakaffi verður í Hallormsstaðaskóla frá 12-14 á sunnudag.

Söngkonan Guðný Árný og trymbillinn Egill Rafnsson hafa að undanförnu troðið upp með sing-a-long kvöld, þar sem gestir taka þátt í flutningnum og hafa áhrif á lagavalið. Þau eru væntanleg austur í Valaskjálf annað kvöld klukkan 21:30.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Benni Hemm Hemm kæmi fram ásamt tónlist á Eskifirði í kvöld. Hið rétta er að það er eftir viku. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Leik Hattar og Skallagríms í fyrstu deild karla í körfuknattleik, sem vera átti á Egilsstöðum í kvöld, hefur verið frestað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.