Orkumálinn 2024

Helgin: „Lögheimili sólarinnar er fyrir austan“

„Ég segi agalega gott, það er ekki hægt annað, hér er allt að gerast,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri og skipuleggjandi göngu- og gleðivikunnar „Á fætur í Fjarðabyggð“ sem hefst á morgun og stendur í heila viku.


Gönguvikan er nú haldin í ellefta skipti og er samstarfsverkefni Ferðaþjónustunnar Mjóeyri og Ferðafélags Fjarðamanna.

„Við byrjum á morgun með magnaðri ferð á Barðsnesið, en nú þegar eru yfir 40 manns skráðir í hana. Á sunnudaginn verður svo gengið í Mjóafirði og boðið upp á kvöldvöku að hætti heimamanna,“ segir Sævar, en hér má sjá dagskrána í heild sinni.

Sævar segist búast við góðri aðsókn í ár, en hún stjórnist töluvert af veðri hverju sinni. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af veðrinu í ár, austfirska blíðan er komin aftur heim – lögheimili sólarinnar er fyrir austan, það er bara þannig.“


Prins Póló og Tónleikafélag Djúpavogs í Fjarðaborg
Prins Póló og Tónleikafélag Djúpavogs verða með hressilega tónleika í Fjarðaborg á Borgarfirði annað kvöld. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Tinna og Alda í Menningarmiðstöð Austurlands
Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, og Alda Rut Garðarsdóttir, píanóleikari, verða með tónleika í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði á sunnudaginn. Þar flytja þær kokteil af sínum uppáhalds verkum eftir ýmis tónskáld, allt frá Jórunni Viðar og Jóni Leifs til H. Purcell og J. S. Bach. Frétt um tónleikana má sjá hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.