Helgin: Höttur - Breiðablik, Köld tónleikahátíð og dýflissur og drekar

Nóg verður um að vera á Austurlandi um helgina. Hvort sem það eru tónleikahátíðin Köld, körfuboltaleikur þar sem Höttur berst um að komast upp deild, spilanámskeið, leikhús eða Ístölt Austurland. Það ætti engum að leiðast um helgina.
Menning

Köld tónlistarhátíð fór af stað í gær með tónleikum tónlistarmannsins KK í Egilssbúð. Í kvöld eru svo heiðurstónleikar þar sem austfirski tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason verður heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 einnig í Egilsbúð. Fram kemur fjöldinn allur af hæfeikaríkum tónlistarmönnum og söngvurum sem flytja munu lög Guðmundar.

Klukkan 13:00 á morgun verður farið í tónlistargöngu um miðbæ Neskaupstaðar með Smára Geirssyni. Lofað er skemmtilegri göngu þar sem fræðst verður um fyrsta hljóðfærið, skammbyssu á dansleik og fleira. Að auki verður boðið upp á örtónleika í göngunni. Um kvöldið verða svo tónleikar með Auð og hljómsveit hans. Hefjast þeir kl. 21:00 einnig í Egilssbúð.

Leikfélag Menntaskólans á Egilstöðum frumýnir eins og fram kom á vef Austurfréttar í gær gamanleikinn Brúðkaup kl. 21:00 í Valaskjálf. Um er að ræða stórskemmtilegann farsa um brúðkaup þar sem allt fer úrskeiðis og meira til.

Hið sívinsæla Sing a long verður á sínum stað á Bókakaffinu Hlöðum, Fellabæ, kl. 21:00. Í kvöld verður Stuðmannaþema í tilefni 50 afmæli hljómsveitarinnar.

Íþróttir

Í kvöld mætast lið Hattar og Breiðabliks í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í VHE-Höllinni á Egilstöðum. Þetta er lykilleikur í baráttu Hattar, Breiðabliks og Hamars um hvert liðanna kemst beint upp um deild. Höttur og Breiðablik hafa mæst tvisvar í vetur og skipst á sigrum. Leikurinn verður sýndur beint á Höttur TV á YouTube fyrir þá sem ekki komast á hann.

Hestamannafélagið Freyfaxi heldur keppnina Ístölt Austurland á morgun, laugardaginn 22. febrúar kl. 11. Keppnin verður haldin á Finnsstöðum sem eru rétt fyrir utan Egilsstaði. Athygli er vakin á því að keppnin er auglýst með fyrirvara um aðstæður þurfa vera góðar. Fylgjast má með fréttum og frakari upplýsingum á Facebook vef félagsins.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Tölt opin, tölt áhugamenn, tölt 17 ára og yngri, B-flokk og A-flokk.

Dýflissur og drekar

Um helgina verður námskeið fyrir ungmenni sem hafa áhuga á því að læra hið geysivinsæla hlutverkaspili Dungeons & Dragons. Dýflissumeistarinn Heiðar Berg stýrir námskeiðinu og kennir áhugasömum í Vegahúsinu 22. og 23. febrúar.

Frítt er inn á námskeiðið en athuga skal þátttakendafjöldi er takmarkaður. Svo áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst. Skráningu líkur í kvöld, föstudag, klukkan 22:00. Frekar upplýsingar má finna á Facebooksíðu Vegahússins.

Pop-Up veitingastaður

Í kvöld og annað kvöld verður veitingastaðurinn La Primavera með Pop-Up viðburð á Nielsen restaurant.

Yfirkokkur og eigandi La Primavera, Leifur Kolbeinsson, töfrar fram klassíska ítalska rétti og mætir með vínþjóninn Axel Aage Schiöth með sér. Hann mun um að para ítölsk gæðavín með matnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.