Helgin: Bikar á loft á Vilhjálmsvelli

Höttur/Huginn tekur á morgun á móti bikarnum fyrir sigur í þriðju deild karla á meðan Vopnfirðingar leika úrslitaleik til að sleppa við fall. Á Skriðuklaustri verður hægt að komast á stefnumót við listamann.

Höttur/Huginn tryggði sér um síðustu helgi sigur í þriðju deildinni og fær liðið því afhentan bikar fyrir árangurinn eftir loka leik deildarinnar. Hann verður á Vilhjálmsvelli klukkan 14:00 á morgun. Mótherjinn eru Ægir frá Þorlákshöfn sem er fyrir leikinn í öðru sæti og berst fyrir því að komast upp með Hetti/Huginn.

Á sama tíma hefst leikur Einherja og Víðis á Vopnafjarðarvelli. Vopnfirðingar eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar en sækja til sigurs til að tryggja sæti sitt í deildinni. Í annarri deild mætast Leiknir og Fjarðabyggð á Eskjuvelli.

Hefð og endurnýjun er heitið á textílsýningu norsku listakonunnar Ingrid Larssen á Skriðuklaustri sem stendur í til sunnudags á Skriðuklaustri.

Ingrid kemur frá Vesterålen í Norður-Noregi og hefur síðustu 20 ár hafið aftur til vegs og virðingar gamlar saumahefðir eins og vöfflusaum. Hún litar sjálf sín efni og á sýningunni má til dæmis sjá silki litað með ígulkerum, lúpínu og rabarbararót.

Gestum er boðið á stefnumót við listamanninn í gallerí Klaustri þessa á milli kl. 14-16 og geta fylgst með henni við sauma og fræðst um handverkið. Opið er á Skriðuklaustri alla daga kl. 12-17.

Á Tehúsinu á Egilsstöðum mætir Jónsi, kenndur við Svört föt, og spilar í kvöld og Atomik Popotin, sem leikið hefur víða um Evrópu undanfarin 15 ár, þeytir þar skífum annað kvöld.

Þá má ekki gleyma því að frambjóðendur til Alþingis eru á ferð og flugi í fjórðungnum og standa fyrir opnum fundum, óformlegum samræðum og skemmtiviðburðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.