Helgin: Aðventustemming færist yfir

Annar sunnudagur aðventu er framundan og viðburðir helgarinnar litast margir af því.

Þannig koma Dúkkulísurnar Erla, Gréta og Erla saman í Tehúsinu annað kvöld og flytja uppáhalds jólalög sín auk laga af jólaplötu Dúkkulísanna. Valný Lára Jónsdóttir verður sérstakur gestur.

Á Breiðdalsvík verður á sunnudag jólabingó Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða til styrktar starfi félagsins.

Gallerí Snærós og Kaffi Kvörn bjóða upp á jólaglögg og kaffi í húsnæði Snærósar milli klukkan 17 og 19 á morgun. Þar verður úrval af myndlist, handverki og nýbrenndu kaffi. Eftir það verður síðan spurningakeppni með jólaþema á Kaffi Söxu.

Aðventuhátíðir eru víða í kirkjum, meðal annars á Egilsstöðum, Vallanesi og í Fljótsdal. Þá verður gerð önnur tilraun til að kveikja á jólatré Djúpavogs á sunnudag auk þess sem haldið verður áfram í Fjarðabyggð.

Á morgun klukkan 15:00 verður bókin Söngvar norðursins kynnt í Bókakaffi á Egilsstöðum. Hún inniheldur þýðingar Björns Ingvarssonar frá Egilsstöðum á ljóðum Inúíta frá Grænlandi og Kanada.

Á Seyðisfirði hefst klukkan tíu í fyrramálið prentsmiðja fyrir börn og ungmenni í vinnustofu Skaftfells að Öldugötu 14 á Seyðisfirði. Linus Lohmann kynnir þar mismunandi prenttækni. Á hádegi á sunnudag verður afrakstur smiðjunnar á jólamarkaði í gallerí Herðubreiðar.

Annað kvöld verður á Aski haldið pílukastmót. Er það til styrktar pílufélags sem verið er að stofna á Fljótsdalshéraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.