Heitt vatn gusast upp í Skaftafelli

Heitt vatn sprautaðist upp úr 300 metra djúpri borholu við tjaldstæðið í Skaftafelli í fyrrinótt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Skaftafell hefur fram til þessa flokkast sem kalt svæði í jarðfræðilegum skilningi, en áður höfðu verið boraðar tvær holur niður á 200 metra dýpi sem ekkert gáfu. Vatnajökulsþjóðgarður stóð að boruninni ásamt sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði sem styrkti hana sérstaklega, en Jarðboranir sáu um framkvæmd verksins.

72287607_vo1xsgdt_icelandaug061248.jpg Vatnið var 43 gráður við yfirborð jarðar en 47 gráða heitt neðst í holunni. Þrýstingurinn var mikill að sögn þeirra sem voru viðstaddir þegar vatnið fannst. Ætlunin er að nota vatnið í þjóðgarðinum, en sem dæmi má nefna að húsin í Skaftafelli hafa hingað til verið hituð með gas- og rafmagnskyndingu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.