Hammondhátíð á Djúpavogi

 

Dagana 1. – 4. maí verður haldin Hammond hátíð á Djúpavogi í þriðja sinn.  Á hátíðinni munu fjölmargir tónlistarmenn koma fram en hátíðin er haldin til að heiðra og kynna fyrir tónlistaraðdáendum Hammondorgelið sem úrsmiðurinn Hammond töfraði úr huga sínum til þess að geta gert fátækum söfnuðum kleift að syngja við orgelundirleik.

Hugmyndina að hátíðinni og langstærstan heiður af framkvæmd hátíðarinnar á Svavar Sigurðsson tónlistarkennari á Djúpavogi. Dagskráin er svohljóðandi:
(G)ÓÐIR AUSTFIRÐINGAR
Fimmtudagur 1.maí kl. 20.30
Hátíðin sett.
Blúsbrot Garðars Harðar opnar hátíðina en í blúsbrotinu eru nokkrir af fremstu tónlistarmönnum Austfirðinga.
Hulda Rós og Rökkurtríóið er Hornfirsk hljómsveit sem spilar djass og blús.

UPPREISNARKVÖLD
Föstudagur 2.maí kl. 21.00
Dóri Braga mætir með RIOT bandið sitt sem inniheldur tónlistarsnillinga úr hinum ýmsu geirum.  Gítarleikarar eru Halldór Bragason og Björn Thoroddsen með þeim í hljómsveitinni eru þeir Jón Ólafsson píanóleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Rafnsson, bassaleikari.

FUNKY FUNKY FUNKY
Laugardagur 3.maí kl. 22.00
Stórsveit Samma með hvorki meira né minna en 18 manns innanborðs mun gera allt vitlaust

GULLSÖNGUR OG HAMMOND
Sunnudagur 4. maí kl. 15:00
Kristjana Stefánsdóttir magnar upp ljúfa tóna orgelsins með sínum seiðandi söng en áður en hún stígur á stokk mun Kirkjukór Djúpavogs ásamt Berglind Einarsdóttur flytja allrahanda tónlist þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Þeim til aðstoðar verður sjálfur Agnar Már Magnússon, hammondsnillingur. Á þessum tónleikum verður frumfluttur á Íslandi kafli úr fiðlusónötu eftir J.S. Bach sem þær söngkonurnar, Berglind og Kristjana, syngja við guðlegan hammondundirleik.
Allir tónleikar fara fram á Hótel Framtíð fyrir utan sunnudagstónleikana sem fara fram í Djúpavogskirkju.

Nánari upplýsingar má finna á www.djupivogur.is/hammond.
hammond.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.