Halda tónleika á vinnusvæði

Listamennirnir Charles Ross og Halldór Waren kom fram á tónleikunum í Sláturhúsinu á morgun. Í húsinu standa yfir miklar framkvæmdir þessa dagana.

Halldór og Charles ætla milli klukkan 17 og 19 að flytja frumsamin íslensk sönglög á vinnusvæðinu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Miklar framkvæmdir standa yfir við húsið og hefur síðustu vikur verið unnið að því að skipta um þak á húsið.

Tónleikarnir eru hluti af samstarfi Geðhjálpar við sveitarfélög landsins sem á morgun bjóða frítt á söfn. Það er hluti af átakinu Geðhjálpar G-Vítamín á þorra, sem stendur yfir þessa dagana. Markmið þess er að vekja landsmenn til umhugsunar um geðrækt með að gefa þeim heilræði um hvernig þeir geta gleymt sér í dagsins önn.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar Geðhjálp.

Listi yfir þau söfn sem taka þátt í átakinu verður aðgengilegur á morgun á www.gvitamin.is, en Minjasafn Austurlands er meðal þeirra safna sem þegar hafa staðfest þátttöku sína með fríum aðgangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.