Orkumálinn 2024

Hafnarhúsið á Borgarfirði tilnefnt til evrópskra verðlauna

Hafnarhúsið á Borgarfirði eystra hefur verið tilnefnt til evrópsku Mies van der Rohe verðlaunananna, sem veitt eru fyrir samtíma byggingalist fyrir árið 2022.

Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Horft er eftir byggingum sem þykja skara fram úr í notagildi fyrir samfélagið, fagra hönnun og úrlausnir við bygginguna.

Verðlaunin eru kennd við þýsk-bandaríska arkitektinn Mies van der Rohe, sem meðal annars hannaði nýja þýska þjóðarlistasafnið í Berlín. Hann starfaði þó annars lengst af í Bandaríkjunum þar sem margar hans þekktustu bygginga standa.

Samkvæmt reglum keppninnar mun sérstök dómnefnd heimsækja öll þau hús sem tilnefnd eru til verðlaunanna og velja svo sigurvegarann. Tilnefningar til varðlaunanna verða tilkynntar í byrjun febrúar.

Hafnarhúsið er hannað af Andersen & Sigurðsson, dansk-íslenskri arkitektastofu með aðsetur í Kaupmannahöfn. Það var formlega opnað síðasta sumar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.