Hægt að lenda á Egilsstöðum í Flight Simulator

Tölvuleikjaspilarar og flugáhugafólk geta nú tekið gleði sína þar sem gefin hefur verið út viðbót við hinn vinsæla flughermi Microsoft Flight Simulator þar sem hægt er að lenda á Egilsstaðaflugvelli.

Viðbótin kemur frá einu þeirra hugbúnaðarhúsa sem sérstaklega þróa viðbætur við leikinn og selja, ST Simulation. Í tilkynningu fyrirtækisins er bæði fjallað um umhverfi Egilsstaða, að stórfengleg strandlengja, þröngir firðir, fossar og fjöll einkenni Austurland en líka stiklað á stóru í sögu vallarins.

Upphaflega hafi malarbraut verið gerð þar árið 1951 og ljós sett upp þremur árum. Nú flugbraut við hlið þeirra heldi hafi verið opnuð í september 1993. Þá hafi flugstöð fyrst verið byggð 1968 en endurbyggð og stækkuð í áföngum frá 1987-1999.

Fjallað er um að Icelandair sé með daglegt áætlunarflug til Reykjavíkur en líka tekið fram að hið þýska flugfélag Condor ætli að taka upp vikulegt flug frá Frankfurt næsta sumar.

Taldir eru upp eiginleikar í umhverfinu til að láta það virðast sem raunverulegast. Til að mynda sé Lagarfljótsbrúin á sínum stað, flugstöðin og hennar umhverfi sem og íslensk hús í nágrenninu. Skuggar og önnur smáatriði eigi að endurspegla það sem spilarinn er að gera í herminum.

Á myndum, sem fylgja frá ST Simulation, má sjá umhverfi vallarins í bæði sumar- og vetrarskrúða. Þar eru sumarhúsin við Skipalæk og rúllur á túnum Egilsstaðabænda. Það ber vott um nákvæmni hönnuðanna að þeir virðast hafa teiknað inn sömu traktortegund og notuð er á býlinu. Umhverfi Lagarfljótsbrúarinnar virðist hins vegar ekki jafn nákvæmt og frekar Skandinavískt að sjá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.