Gyða Árnadóttir vann Barkann 2023
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. mar 2023 16:06 • Uppfært 03. mar 2023 16:15
Gyða Árnadóttir vann söngvakeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkann sem haldin var í gær. Hún verður þar með fulltrúi skólans í Söngvakeppni framhaldsskólanna.
Gyða söng lagið „Mamma Knows Best“ eftir ensku söngkonuna Jessie J. Hún keppir því fyrir hönd ME í Söngvakeppni framhaldsskólanna laugardaginn 1. apríl.
Í öðru sæti var Emilía Anna Óttarsdóttir með lagið „Who‘s Loving You“ sem Jackson 5 fluttu og í því þriðja Dögun Óðinsdóttir sem söng „Because of You“ frá rokksveitinni Skunk Anansie. Þá hlaut Sebastian Andri Kjartansson verðlaun fyrir frumlegasta atriðið.
Alls kepptu ellefu atriði. Í dómnefnd voru þau Nanna Imsland, Bjarni Haraldsson og Halldór Warén.
Mynd úr safni.