Góður reykingamaður er gulls ígildi

Reykingafólk til sveita skarar nú sem óðast eld, hvert að sinni köku, eða taðhrúgu og birkisprekum öllu heldur. Enda sláturtíð nýlokið og kominn sá tími að bjúgu og læri eru hengd á bita og bíða þar örlaga sinna; að vera reykt yfir báli.

Yndislegt! Fátt minnir meira á jólin en ilmurinn úr reykkofunum. Og eftirvæntingin er jafnan mikil; að smakka á hangiketinu, bjúgunum, rúllupylsunum, silungnum og öðru góðmeti sem fólk velur að setja í reyk.

Ábyrgð reykingafólks er mikil og til þess eru gerðar miklar væntingar. Góður reykingamaður er gulls ígildi. Flestir slíkir taka líka hlutverk sitt mjög alvarlega. Það er ekki sama hvernig reykt er og ekki sama hvernig saltað er. Gott hangiket verður til af reynslu og kunnáttu. Þar er ekkert úllen dúllen doff!

Nánar verður fjallað um reykingafólk og hangiket í Austurglugganum, sem kemur út á fimmtudaginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.