Góða daginn faggi á ferð um Austurland

Leikverkið „Góðan daginn faggi“, sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur fertugs homma, verður sýnt á Egilsstöðum og í Neskaupstað í vikunni. Sérstakar boðssýningar eru haldnar meðal elstu bekkja grunnskóla í ferð leikflokksins um landið.

Það eru leikhópurinn Stertabenda og Þjóðleikhúsið í samstarfi við Samtökin ’78 sem standa fyrir ferð leikverksins um landið.

Leikverkið sló í gegn í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári með yfir 40 uppseldum sýningum og tilnefningum til íslensku leiklistarverðlaunanna. Því er lýst sem sjálfsævisögulegum heimildasöngleik þar sem fertugur hommi leiti skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fær uppr úr þurr. Eftir vandasaman leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.

Að sýningunni standa Bjarni Snæbjörnsson, leikari frá Tálknafirði, Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri úr Hrísey og Axel Ingi Árnason, tónskáld úr Eyjafjarðarsveit. Verkið er byggt á dagbókum Bjarna frá yngri árum til dagsins í dag.

Tvær almenningar sýningar verða á verkinu eystra, í Egilsbúð í Neskaupstað á fimmtudag og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á föstudag. Báðar sýningar hefjast klukkan 20:00. Stuttar umræður verða í boði á eftir.

Auk almennra sýninga verða sýndar boðssýningar fyrir elstu bekki grunnskólanna. Í tilkynningu segir að það sé einlæg von aðstandenda sýningarinnar með verkið og umræðurnar sem þær skapi hjálpi til við að að vinna gegn einangrun hinsegin unglinga, ofbeldi, fordómum og hatursorðræðu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.