Glæsileg sporðaköst
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. maí 2009 19:37 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Ungur hnúfubakur skemmti Seyðfirðingum í fjarðarbotninum í dag. Hann rann grunnt í og sýndi glæsileg sporðtök þegar hann tók djúpkafið.
Björgunarsveitarmenn úr Ísólfi fóru á báti sveitarinnar til móts við hnúbbann. Þeir skemmtu sér vel við blástur og bægslagang og tóku nokkrar myndir af gestinum.
Mynd: Magnús Jónasson.