Skip to main content

Glaðningur frá merkum listamanni til barna á Djúpavogi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. mar 2009 16:09Uppfært 08. jan 2016 19:19

Á síðasta föstudag barst pakki á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Heldur urðu menn hissa þegar hann var opnaður því í honum var fjöldinn allur af smágjöfum.  Í pakkanum var einnig bréf, landakort, myndir o.fl.  Þegar farið var að lesa bréfið kom í ljós að pakkinn var frá Sigurði Guðmundssyni, listamanni og hópnum sem kom með honum í heimsókn á Djúpavog fyrir skemmstu. 

djpivogur_sklabrn.jpg

Á vef Djúpavogshrepps segir frá því að Sigurður Guðmundsson var á ferðalagi með hóp nemenda úr hollenskum listaháskóla og vildi endilega sýna þeim Djúpavog.  ,,Um var að ræða fólk frá 22 mismunandi þjóðlöndum.  Borðað var á hótelinu og boðið upp á skemmtiatriði sem Berglind og Jószef, ásamt sjálfboðaliðum úr samsöngshóp grunnskólanum, sáu um.  Vöktu þau það mikla hrifningu hjá hópnum að þau langaði til að þakka fyrir sig með fyrrnefndum pökkum.
Í morgun kom Bryndís Reynisdóttir í heimsókn í samsönginn, þýddi bréfið fyrir krakkana, afhenti þeim gjafirnar og sýndi myndir o.fl.  Það er gleðilegt að þessi litli viðburður hér hafi skilað eins miklu til erlendu gestanna, sem raun bar vitni og segir okkur það að við eigum hér í skólanum okkar og þessu litla sveitarfélagi söngvara og efnilegt söngfólk á heimsmælikvarða,“ segir í frétt Djúpavogshrepps.

Mynd/Djúpavogshreppur